Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 14. október 2019 22:26
Brynjar Ingi Erluson
Sterling skýtur á þjálfara Búlgaríu: Ekki alveg viss um það
Raheem Sterling
Raheem Sterling
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling, leikmaður enska landsliðsins, skýtur á Krasimir Balakov, þjálfara búlgarska landsliðsins á Twitter í kvöld.

Sterling var allt í öllu í sóknarleik Englendinga gegn Búlgaríu en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.

Þrátt fyrir mikla markaveislu enska liðsins þá var það kynþáttaníð í garð ensku leikmannanna sem virtist stela sviðsljósinu.

Það þurfti að stöðva leikinn í tvígang en Greg Clarke, formaður enska knattspyrnusambandsins, segir þetta eitt hræðiegasta kvöld sem hann hefur upplifað í fótbolta.

Balakov, þjálfari Búlgaríu, sagði í viðtali í gær að rasismi væri verri í enska boltanum heldur en í Búlgaríu en Sterling skaut létt á þjálfarann með Twitter-færslu eftir leikinn.

„Uuuuu...Ég er ekki alveg viss með þetta stjóri," sagði Sterling.

Sjá einnig:
Stuðningsmenn Búlgaríu með kynþáttaníð - Fengu viðvörun
Formaður enska knattspyrnusambandsins: Hræðilegt í alla staði


Athugasemdir
banner
banner
banner