Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. október 2019 20:53
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM: England skoraði sex gegn Búlgaríu - Úkraína á EM
Raheem Sterling skoraði tvö fyrir England í kvöld
Raheem Sterling skoraði tvö fyrir England í kvöld
Mynd: Getty Images
Enska landsliðið er skrefi nær því að tryggja sæti sitt á EM eftir magnaðan 6-0 sigur á Búlgaríu í A-riðli í undankeppni Evrópumótsins í kvöld.

Enska liðið byrjaði af krafti gegn Búlgaríu og komst yfir á 7. mínútu með marki frá Marcus Rashford en það var Ross Barkley sem lagði upp markið. Barkley bætti svo við tveimur mörkum áður en Raheem Sterling gerði fjórða markið undir lok fyrri hálfleiks.

Það gekk þó ekki allt áfallalaust fyrir sig því stuðningsmenn Búlgaríu voru með kynþáttaníð í garð Tyrone Mings sem var að leika sinn fyrsta A-landsleik fyrir England og þurfti að stöðva leikinn í tvígang.

Ivelin Popov, fyrirliði Búlgaríu, ræddi við stuðningsmenn í hálfleik og bað þá vinsamlegast um að hætta. Enska landsliðið svaraði þeim einfaldlega með því að bæta við tveimur í siðari hálfleik en þeir Sterling og Harry Kane gerðu mörkin í þeim síðari.

Öruggur 6-0 sigur Englendinga en ljóst er að UEFA mun rannsaka þessa hegðun stuðningsmanna. Rasismi er gríðarlega stórt vandamál í knattspyrnuheiminum og er þörf á taka harðar á þessu vandamáli

England er með 15 stig í efsta sæti A-riðils þegar tveir leikir eru eftir en liðið er með fjögurra stiga forystu á Kósóvó sem vann Svartfjallaland 2-0 í kvöld.

Úkraína er þá komið á EM eftir 2-1 sigur á Portúgal. Roman Yaremchuk kom Úkraínu yfir áður en Andriy Yarmolenko bætti við öðru. Cristiano Ronaldo minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu á 72. mínútu, 700. mark hans á ferlinum.

Úkraína er í efsta sæti með 19 stig og komið á EM en Portúgal og Serbía munu berjast um 2. sæti riðilsins. Portúgal er með 11 stig í 2. sæti en Serbía í 3. sæti með 10 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Kósóvó 2 - 0 Svartfjallaland
1-0 Amir Rrahmani ('10 )
2-0 Vedat Muriqi ('35 )

Búlgaría 0 - 6 England
0-1 Marcus Rashford ('7 )
0-2 Ross Barkley ('20 )
0-3 Ross Barkley ('32 )
0-4 Raheem Sterling ('45 )
0-5 Raheem Sterling ('69 )
0-6 Harry Kane ('85 )

Úkraína 2 - 1 Portúgal
1-0 Roman Yaremchuk ('6 )
2-0 Andriy Yarmolenko ('27 )
2-1 Cristiano Ronaldo ('72 , víti)

Litháen 1 - 2 Serbía
0-1 Aleksandar Mitrovic ('49 )
0-2 Aleksandar Mitrovic ('53 )
1-2 Donatas Kazlauskas ('80 )
Athugasemdir
banner
banner