Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 14. nóvember 2022 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Ég er ekkert að gera þetta að gamni mínu að fara úr Stjörnunni"
Á hlaupabrautinni á Kópavogsvelli þegar karlaliðið var að fagna Íslandsmeistaratitlinum.
Á hlaupabrautinni á Kópavogsvelli þegar karlaliðið var að fagna Íslandsmeistaratitlinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er að líta á þetta öðrum augum en bara að hafa gaman í þessu, þetta er ákveðin vinna fyrir mig líka
Ég er að líta á þetta öðrum augum en bara að hafa gaman í þessu, þetta er ákveðin vinna fyrir mig líka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var ekki erfitt að segja já við Blika
Það var ekki erfitt að segja já við Blika
Mynd: Breiðablik
Ég ætlaði til að byrja með í þessu ferli að vera áfram í Stjörnunni
Ég ætlaði til að byrja með í þessu ferli að vera áfram í Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við sjáum til, þótt ég sé að verða þrítug þá líður mér eins og ég eigi meira inni
Við sjáum til, þótt ég sé að verða þrítug þá líður mér eins og ég eigi meira inni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég viðurkenni að ég mun sakna þess að spila með henni
Ég viðurkenni að ég mun sakna þess að spila með henni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Önnur markmið náðust og við vorum mjög sáttar með þetta heilt yfir
Önnur markmið náðust og við vorum mjög sáttar með þetta heilt yfir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við vissum alveg að við ættum heima þarna
Við vissum alveg að við ættum heima þarna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur gert góða hluti fyrir mig og mér hefur liðið vel þarna
Stjarnan hefur gert góða hluti fyrir mig og mér hefur liðið vel þarna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta hafði svolítið langan aðdraganda. Ég ætlaði til að byrja með í þessu ferli að vera áfram í Stjörnunni, en svo sýndu Blikar mér mjög mikinn áhuga og ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á þeim líka. Þeir buðu mér samning og mér leist vel á það sem þeir eru að fara gera, metnaðinn í þessu félagi og svona. Það var ekki erfitt að segja já við Blika," sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, nýr leikmaður Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.

Hún var tilkynnt sem nýr leikmaður Breiðabliks í gær, gerði tveggja ára samning við félagið. Í síðasta mánuði hafði hún rift samningi sínum við Stjörnuna.

Var Stjarnan nálægt því að fá þig til að breyta um skoðun á lokametrunum?

„Já og nei. Bæði félög buðu mér samning. En svo þróaðist þetta þannig að mér fannst meira spennandi að fara í Breiðablik."

Hvað er það við Breiðablik sem heillar?

„Umgjörðin, þjálfararnir, liðið og ég held að þetta sé gott umhverfi fyrir mig að fara í. Þetta eru nýjar áskoranir og gott fyrir mig að hefja nýjan kafla."

Búnar að vera erfiðar vikur
Var erfitt að kveðja Stjörnuna?

„Já, mjög. Ég viðurkenni að þetta eru búnar að vera mjög erfiðar vikur. Ég er ekkert að gera þetta að gamni mínu að fara úr Stjörnunni. Ég er að líta á þetta öðrum augum en bara að hafa gaman í þessu, þetta er ákveðin vinna fyrir mig líka. Auðvitað var mjög erfitt að kveðja stelpurnar, Stjarnan hefur gert góða hluti fyrir mig og mér hefur liðið vel þarna."

Voru fleiri félög en Stjarnan og Breiðablik?

„Valur kom aðeins inn í þetta, en það fór ekkert langt. Það fóru engar viðræður í gang þar, þetta var bara Breiðablik og Stjarnan."

Valdi Stjörnuna fram yfir Breiðablik 2016
Hvaða verkefni er verið að selja þér í Breiðabliki?

„Stefnan er sett á titilinn. Þetta var vonbrigðatímabil hjá Breiðabliki, það gera sér allir grein fyrir því og vilja gera betur og eiga að gera betur. Mitt hlutverk er mjög skýrt og mér leist vel á planið hjá þeim, Íslands- og bikarmeistaratitill."

Katrín sagði í upphafi að hún hafi alltaf haft mikinn áhuga á Blikum. Hefur það komið til greina áður á ferlinum að fara í Breiðablik?

„Ekkert þannig að viðræður væru farnar í gang. Maður heyrði bara af áhuga en svo varð ekkert úr því. Mér leist vel á Stjörnuna á sínum tíma þegar ég var að koma heim frá Noregi (lék með Klepp 2015). Það var eiginlega bara þá sem ég var að meta hvort það væri Stjarnan eða Breiðablik. Stjarnan var þá fyrsti kostur, en það er búið að breytast núna."

Mikill stígandi hjá Stjörnunni
Hvernig hefur þér fundist síðustu ár með Stjörnunni?

„Mjög góð, ég tók fyrsta tímabil 2016, tek þá þrjú ár með þeim. Fer síðan í barneignarfrí og tek svo slaginn með KR eitt tímabil. Svo þegar ég kem til baka í Stjörnuna leið mér eins og ég væri nánast að koma inn í annan klúbb. Þetta var bara algjör hreinsun, bæði á leikmönnum, þjálfurum og stjórn. Það var mikil breyting frá því ég hafði verið þarna áður. Mér leist vel á það þá, tók spontant ákvörðun í byrjun maí í fyrra og var með þeim 2021. Svo var mér boðin annar samningur eftir það tímabil og mig langaði að vera áfram."

„Það er rosalega mikill stígandi í Stjörnuliðinu finnst mér. Kristján er búinn að gera flotta hluti, flottir leikmenn og góð liðsheild finnst mér. Þetta er klárlega öðruvísi heldur en þegar ég var þarna 2016-2018."


Er eitthvað eitt sérstakt sem þjálfarinn Kristján Guðmundsson hefur gert til að breyta hlutunum?

„Kannski ekki bara Kristján. Stelpurnar í liðinu og aðstoðarþjálfarinn Andri koma líka að þessum breytingum. Kristján á auðvitað sinn þátt í þessu. Hann er klókur þjálfari, með góðan leikskilning og þekkir leikinn mjög vel. Ég fílaði hvernig hann gerði það allt saman. Hann er öðruvísi þjálfari en ég hef haft, er með marga góða kosti sem ég fílaði."

Náðist meira jafnvægi eftir EM pásuna
Tímabilið 2022, Stjarnan endaði í 2. sæti, hvernig meturu þetta tímabil?

„Mjög gott tímabil hjá okkur. Það kom kannski einhverjum á óvart að við tókum þetta annað sæti, en það kom okkur ekkert á óvart. Við vissum alveg að við ættum heima þarna, vissum að við ættum að geta barist um þessi toppsæti."

„Heilt yfir fannst mér tímabilið mjög gott og það var stígandi í liðinu eftir því sem leið á. Við gerðum miklu betur seinni hluta tímabilsins heldur en í fyrri hlutanum. Í lokin sást hversu gott og solid lið við vorum með, þá vorum við búin að finna okkar blöndu í liðinu. Til að byrja með var eins og það væri ekki alveg ákveðið hvernig fyrstu ellefu ættu að vera. Eftir pásuna þá voru þeir meira komnir með sitt lið, við náðum meira jafnvægi í leikjunum okkar og vorum meira sannfærandi. Við vorum virkilega ánægðar að ná Evrópusæti."


Þurftu að skora ákveðin fjölda marka
Kristján sagði í viðtali fyrr í vetur að þjálfarateymið og leikmannahópurinn hefðu, þegar möguleikinn á Evrópusæti var farinn að dvína, „í sameiningu tekist á nokkuð skemmtilegan hátt" að hvetja leikmenn áfram til að ná markmiðum sínum. Hvað var gert?

„Við þurftum aðeins að núllstilla okkur. Við áttum fund fyrir tímabil þar sem farið var yfir markmiðin og allt þetta. Svo tók hann þá leið að einbeita sér meira að markaskoruninni í síðustu leikjunum. Þá sagði hann 'ef þið skorið þetta mikið af mörkum þá gerum við þjálfararnir þetta'. Hann nálgaðist þetta á annan hátt en hann hafði gert fyrri hlutann. Hann settist niður með okkur og vildi að við einbeittum okkur að því að skora þetta mikið af mörgum og leikmenn mættu ráða refsingu ef það næðist. Það hvatti okkur áfram, okkur fannst það skemmtileg nálgun að setja það inn hjá okkur. Það virkaði, hann greinilega veit hvað hann er að gera. Þetta þarf ekki að vera flókið, hann setti bara ákveðin fjölda af mörkum og þá náði hann sínu fram."

Katrín segir líka að liðið hafi ætlað sér að fá á sig færri mörk seinni hlutann og að það hafi tekist. En náðust öll markmiðin?

„Það má segja það, en við settum samt markið á Íslands- og bikarmeistaratitil. Önnur markmið náðust og við vorum mjög sáttar með þetta heilt yfir."

Tóku refsinguna út á lokahófinu
Hver var refsiningin sem þjálfararnir fengu þegar þið náðuð að skora öll þessi mörk í seinni hlutanum?

„Við létum þá vera með sýningu á lokahófinu okkur. Þeir mættu með Jóni Jónssyni og voru að dansa í einhverjum búningum, sem er náttúrulega mjög erfitt fyrir Kristján," sagði Katrín og hló. „Hann stóð við orðin sín og þetta var ágætis skemmtun fyrir okkur. Mjög fyndið."

Hún er svo góð í fótbolta
Jasmín Erla Ingadóttir átti frábært tímabil með Stjörnunni. Hvernig var að spila með henni?

„Það var mjög gaman. Ég er búin að segja það oftar en einu sinni í viðtölum að þetta er einn besti leikmaður sem ég hef spilað með. Tengingin milli okkar var mjög góð. Við kunnum mjög vel á hvor aðra og spiluðum alltaf nálægt hvor annarri - vorum alltaf að finna hvor aðra og vissum af hvor annarri. Hún er svo góð í fótbolta, mér finnst við með svipaðar pælingar og það er rosa gott að hafa hana með sér í liði. Ég get einhvern veginn ekki talað nóg um hana. Hún er frábær og átti svo mikið verðskuldað að fara út með landsliðinu um daginn. Það var flott hjá henni að halda áfram í Stjörnunni, hún er ánægð þar og líður vel. Ég viðurkenni að ég mun sakna þess að spila með henni," sagði Katrín.

Á þessum tímapunkti ákvað einn erfiður Damir Muminovic að skipta sér að í bakgrunninum hjá Katrínu. „Er hann ennþá að trufla fríið mitt?" heyrðist í landsliðsmanninum. Allt á léttu nótunum, en meira af Damir á eftir.

Þótt ég sé að verða þrítug þá líður mér eins og ég eigi meira inni
Finnst Katrínu hún vera að spila sinn allra besta fótbolta um þessar mundir?

„Ég myndi segja nálægt því. Mér finnst ég eiga smá inni, ekki mitt besta tímabil því mér líður eins og ég eigi eftir að eiga það. Engu að síður fannst mér ég vera spila vel í sumar. Ef ég ber saman þetta tímabil og það sem mér fannst vera mitt besta tímabil, 2017, þá er 2017 ennþá betra fyrir mér persónulega þótt liðslega séð hafi þetta tímabil verið betra. Mér líður ennþá eins og ég eftir að toppa mig meira. Við sjáum til, þótt ég sé að verða þrítug þá líður mér eins og ég eigi meira inni."

2022 skoraði Katrín níu mörk í sextán deildarleikjum. Tímabilið 2017 skoraði hún þrettán mörk í átján leikjum.

Með landsliðið á bakvið eyrað
Hún á að baki nítján landsleiki. Sá síðasti til þessa kom árið 2018 á Algarve. Er stefnan sett á að reyna koma sér aftur í landsliðið?

„Ég er alveg með það á bakvið eyrað, en ég ætla fyrst og fremst að einbeita mér að mér og Breiðabliki núna. Svo sjáum við hvert það tekur mig. Landsliðið er alltaf bara bónus."

Damir togaði Katrínu ekki í Breiðablik
Katrín og Damir eru kærustupar og náði fréttaritari á Katrínu rétt áður en hún steig upp í flugvél sem flýgur með þau vestur um haf í frí. Damir er leikmaður Breiðabliks, hafði hann einhver áhrif á ákvörðun hennar um að fara í Breiðablik?

„Hann studdi mig þegar ég ætlaði að vera áfram í Stjörnunni. En þegar ég var eitthvað farin að íhuga Blikana varð hann bara glaður að heyra það, talaði vel um klúbbinn og sagði að það væri frábært ef ég færi þangað. En hann var ekkert að toga mig í þá átt þannig séð. Þetta er bara mín ákvörðun og minn ferill. Hann klárlega talaði vel um klúbbinn, hvernig félagið er og hvernig metnaður félagsins sé."

„Það á eftir að koma í ljós hvort það einfaldi fjölskyldulífið að vera í sama félagi. Ég held að þetta muni vera gott, vera þarna saman og með krakkana,"
sagði Katrín að lokum.
Athugasemdir
banner
banner