Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 14. desember 2019 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrrum skotmark United og Spurs bestur í riðlakeppni Evrópudeildarinnar
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Bruno Fernandes var sá leikmaður sem fékk hæstu einkunn fyrir frammistöðu sína í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Fernandes, sem er á mála hjá Sporting Lisbon í Portúgal, skoraði fimm mörk í fimm leikjum í riðlinum. Hann lék ekki í lokaleik Sporting á fimmtudag.

Hann lagði upp þrjú mörk og var fjórum sinnum valinn maður leiksins. Hann átti 24 skottilraunir í riðlakeppninni sem var það mesta.

Hann fékk 8.4 í einkunn hjá WhoScored.com. Munir El Haddadi hjá Sevilla var næsthæstur með 8,3 og í þriðja sæti var Bukayo Saka hjá Arsenal með 8,07 í einkunn.

Í sumar var hinn 25 ára gamli Bruno mikið orðaður við félagaskipti til Englands þar sem Manchester United og Tottenham höfðu áhuga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner