Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. desember 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Patrik kallaður til baka fyrir lokaleikinn - Viking náði Evrópusæti
PSG
PSG
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrik Sigurður Gunnarsson lék á láni með Viking í Noregi seinni hluta tímabilsins. Patrik er samningsbundinn Brentford og var fenginn til Noregs til að aðstoða í Evrópubaráttunni.

Viking tryggði sér Evrópusæti í næstsíðustu umferðinni og var Patrik ekki í hópnum í lokaleiknum eftir að hafa varið mark liðsins í leikjunum á undan.

Fótbolti.net forvitnaðist út í ástæðu fyrir fjarveru Patriks og sagði hann við fréttaritara að Brentford hefði viljað fá sig sem fyrst til Englands.

David Raya, aðalmarkvörður Brentford, er meiddur og verður frá næstu mánuðina. Alvaro Fernandez hefur varið mark Brentford frá því Raya meiddist. Patrik fær leikheimild um áramótin.

Patrik lék átta leiki með Viking frá því í september. Einungis einn leikur tapaðist og tveir enduðu með jafntefli. Patrik varði eina vítaspyrnu en fékk einnig að líta eitt rautt spjald og datt úr liðinu í fjórum leikjum. Eftir tap gegn Sarpsborg sneri Patrik aftur í liðið og liðið vann í kjölfarið þrjá af næstu fjórum leikjum sínum.

Tíma Patriks hjá Viking verður væntanlega minnst fyrir atvik sem átti sér stað gegn Kristiansund. Þá var Patrik hrint af samherja sínum sem fékk svo rauða spjaldið eftir að Patrik féll til jarðar.

Hjá Viking lék Patrik með Keflvíkingnum Samúel Kára Friðjónssyni.

Sjá einnig:
Patrik: Þarf talsvert högg til að fá áverka á hálsinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner