Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   lau 14. desember 2024 16:08
Brynjar Ingi Erluson
Ísak og Valgeir fengu báðir gult spjald er Düsseldorf mistókst að komast á toppinn - Cole með stoðsendingu
Cole Campbell lagði upp þriðja markið hjá varaliði Dortmund
Cole Campbell lagði upp þriðja markið hjá varaliði Dortmund
Mynd: Getty Images
Íslendingalið Fortuna Düsseldorf mistókst að komast á toppinn í þýsku B-deildinni í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Schalke í Gelsenkirchen.

Þeir Ísak Bergmann Jóhannesson og Valgeir Lunddal Friðriksson byrjuðu báðir hjá Düsseldorf sem hefur verið að gera frábæra hluti á leiktíðinni.

Báðir fengu að líta gula spjaldið í leiknum. Ísak sá gult á 37. mínútu og þá komst Valgeir í bók dómarans snemma í þeim síðari, en honum var skipt af velli nokkrum mínútum síðar.

Sigur hefði komið Düsseldorf á toppinn. Dawid Kownacki kom liðinu í forystu en Moussa Sylla jafnaði tíu mínútum síðar. Düsseldorf er í 3. sæti með 26 stig, tveimur stigum frá toppliði Paderborn.

Cole Campbell var í byrjunarliði varaliðs Borussia Dortmund sem vann sannfærandi 3-0 sigur á varaliði Stuttgart í C-deildinni í Þýskalandi.

Bandaríski-íslenski leikmaðurinn lagði upp þriðja mark Dortmund áður en honum var skipt af velli. Dortmund er í 10. sæti með 25 stig.

Kristófer Jónsson kom þá inn af bekknum í dramatískum 3-2 sigri Triestina á Novara í ítölsku C-deildinni. Kristófer kom inn af bekknum á 80. mínútu og rúmum tólf mínútum síðar gerði Rayan El Azrak sigurmarkið.

Triestina er komið á ágætis skrið. Fyrir síðasta leik hafði liðið ekki unnið síðan í ágúst en er nú komið með tvo sigra í röð. Liðið er í næst neðsta sæti A-riðils með 13 stig.
Athugasemdir
banner
banner