Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   fös 15. janúar 2021 12:29
Elvar Geir Magnússon
Alfreð gæti spilað sinn fyrsta leik á árinu
Íslenski landsliðssóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason hefur verið að glíma við vöðvameiðsli og ekki spilað í síðustu tveimur leikjum Augsburg í þýsku Bundesligunni.

Heiko Herrlich sagði á fréttamannafundi í dag að það væru góð tíðindi af Alfreð sem hefði litið vel út á æfingum.

Hann gæti mögulega spilað á morgun þegar Augsburg, sem er í ellefta sæti deildarinnar, leikur gegn Werder Bremen á morgun.

Alfreð er 31 árs og hefur aðeins spilað einn heilan leik á þessu tímabili. Hann er með eina stoðsendingu í deildinni en hefur ekki náð að skora.



Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
5 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
6 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
7 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
8 St. Pauli 2 1 1 0 5 3 +2 4
9 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
10 Augsburg 2 1 0 1 5 4 +1 3
11 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
12 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
13 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
14 Gladbach 2 0 1 1 0 1 -1 1
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Werder 2 0 1 1 4 7 -3 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir
banner