Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 15. janúar 2022 23:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Nokkrir leikmenn sem ég hef verið mjög ánægður með"
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar fékk svör.
Arnar fékk svör.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson.
Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Manni líður aldrei vel eftir tap. Þetta var leikur á móti ógnarsterkum andstæðingi," sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 5-1 tap gegn Suður-Kóreu í vináttulandsleik í dag.

Suður-Kórea mætti nánast með sitt sterkasta lið í leikinn en á meðan eru margir í íslenska hópnum að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu.

„Við töluðum um það við leikmennina í gær að Suður-Kórea er einfaldlega með lið sem hefur lengi spilað saman og 85 prósent af þeirra sterkasta hóp er að spila. Við vitum af leikmönnum sem gegna núna herskyldu í Suður-Kóreu og eru þess vegna ekki komnir í Evrópu. Við vissum að þetta yrði erfitt. Það er mikil áskorun að spila á móti svona liðum og það er líka ástæðan fyrir því að við viljum spila á móti svona liðum," sagði Arnar.

„Ég og þjálfarateymið fáum svör við ákveðnum spurningum við leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref eða að fá sinn fyrsta möguleika. Til að fá svör við þeim spurningum - hvar við stöndum og hverjir geta tekið skrefið - þá verðum við að spila á móti mismunandi andstæðingum og þetta var hluti af því verkefni, að spila á móti Úganda og svo sterkum andstæðingi eins og Suður-Kórea var."

„Við fáum ákveðin svör. Ég er ekki ánægður að tapa en maður þarf líka að gera sér grein fyrir því að þegar andstæðingurinn er betri en þú, þá er eðlilegt að þú tapir."

„Þeir settu í fimmta gírinn og byrjuðu að spila einnar snertingar bolta, spila og hreyfa sig - þeir eru frábærir í því. Þeir eru teknískir og eru með frábærar hreyfingar án boltans. Í fyrsta markinu spila þeir sig í gegnum vörnina hjá okkur og sama í fjórða markinu. Þetta eru hlutir sem við vitum og vissum að þeir gætu gert. Ég var ánægður með seinni hálfleikinn, þegar við náðum að loka aðeins betur á þeirra samspil. Við vorum betri sjálfir á boltanum líka. Fjórða markið í seinni hálfleik er frábært mark hjá þeim."

Mjög ánægður með nokkra leikmenn
Arnar talaði um að fá svör um ákveðna leikmenn. Fréttaritari spurði hann hvort ákveðnir leikmenn hefðu heillað hann í þessu verkefni og ættu möguleika á að spila fleiri landsleiki í framhaldinu.

„Þegar við erum að spila á þessu tempói og við svona sterka andstæðinga, þá erum við að leita af þessum svörum. Það er heldur ekki ætlast til þess að það stigi tíu leikmenn upp og geri tilkall til þess að vera strax A-landsliðsmenn í hverju verkefni. Ég er mjög ánægður með ákveðna leikmenn og ákveðin svör sem ég fæ. Þetta er ekki bara inni á vellinum þó það sé mikilvægasta skrefið sem við verðum að taka. Það eru nokkrir leikmenn sem ég hef verið mjög ánægður með, án þess að nefna einhver nöfn."

Arnar sagði að gæðin hjá Suður-Kóreu hefðu verið mikil og erfitt hefði verið að takast á við þeirra leikmenn og leikplan.

Hákon Rafn varði vítaspyrnu
Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í markinu og varði vítaspyrnu. Þar er á ferðinni gríðarlega efnilegur markvörður sem hefur verið orðaður við danska úrvalsdeildarfélagið Midtjylland.

„Við sáum bæði Hákon og Jökul (Andrésson) í þessu verkefni. Þeir eru báðir tveir gjaldgengir í U21 landsliðið... Þeir báðir eru að taka mjög góð skref og það er jákvætt að við eigum marga unga og efnilega markverði sem eru að taka góð skref í sínum félagsliðum," sagði Arnar.

Næsta verkefni Íslands er í mars þar sem liðið mun spila tvo vináttulandsleiki, gegn Spáni og Finnlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner