fös 15. mars 2019 15:45
Elvar Geir Magnússon
Cannavaro nýr þjálfari Kína (Staðfest)
Fabio Cannavaro, fyrrum landsliðsfyrirliði Ítalíu, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Kína.

Hann mun samhliða halda áfram þjálfun kínverska liðsins Guangzhou Evergrande.

Ekki kemur fram í tilkynningu kínverska sambandsins hvort Cannavaro verði þjálfari til frambúðar eða hvort ráðningin sé tímabundin.

Cannavaro tekur við landsliðsþjálfarastarfinu af Marcello Lippi.

Fyrsti leikur hans við stjórnvölinn verður gegn Tælandi næsta fimmtudag.
Athugasemdir
banner