sun 15. mars 2020 16:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kvennalið Stjörnunnar í sóttkví
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið Stjörnunnar er í sóttkví eftir að hafa komið úr æfingaferð frá Spáni í gær.

Spánn er það land í Evrópu sem hefur komið næst-verst út úr kórónuveirunni á eftir Ítalíu. Spænsk stjórn­völd hafa tilkynnt að 15 daga útgöngubann taki gildi í landinu á morgun.

Stjörnukonur og þeir starfsmenn sem fóru með liðinu í æfingaferðina eru nú farin í sóttkví í tvær vikur.

Keppni í Pepsi Max-deild kvenna á að hefjast í lok apríl, en það er spurning hvort það gangi eftir. Mikil óvissa er í gangi að sökum kórónuveirunnar.

Síðasta föstudag ákvað stjórn KSÍ á fundi sínum að öllum leikjum á vegum sambandsins sem og landsliðsæfingum og tengdum viðburðum, yrði frestað næsta mánuðinn.

Samkomubann á Íslandi tekur gildi á miðnætti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner