Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. mars 2020 13:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tyrkland: Viðar Örn opnaði markareikninginn
Viðar skoraði en það gengur mjög illa hjá liði hans.
Viðar skoraði en það gengur mjög illa hjá liði hans.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson opnaði markareikning sinn með Yeni Malatyaspor í Tyrklandi í dag.

Fótbolta hefur víðs vegar verið frestað út af kórónuveirunni, en í Tyrklandi er áfram spilað. Yeni Malatyaspor heimsótti Kayserispor þennan sunnudaginn.

Viðar byrjaði á bekknum, en kom inn á í hálfleik er staðan var 2-0 fyrir Kayserispor. Á 70. mínútu skoraði Viðar svo sitt fyrsta mark fyrir félagið, en hann hefur verið í láni í Tyrklandi frá Rostov í Rússlandi frá því í janúar.

Mark hans var þó ekki nóg og tapaði Yeni Malatyaspor leiknum 2-1.

Yeni Malatyaspor er núna í bullandi fallbaráttu. Liðinu hefur gengið hörmulega að undanförnu og tapað sjö af átta leikjum sínum. Viðar og félagar eru núna með jafnmörg stig og Rizespor, sem er í 16. sæti - síðasta fallsætinu.
Athugasemdir
banner
banner