Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 15. apríl 2021 18:00
Aksentije Milisic
Byrjunarlið ensku liðanna: Aubameyang ekki í hópnum - Rashford bekkjaður
Ekki með í dag.
Ekki með í dag.
Mynd: Getty Images
Bruno byrjar en Rashford er á bekknum.
Bruno byrjar en Rashford er á bekknum.
Mynd: Getty Images
8-liða úrslit Evrópudeildarinnar klárast í kvöld en þá fara fram síðari viðureignirnar.

Á Old Trafford í Manchester fá heimamenn lið Granada frá Spáni í heimsókn. Fyrri leik liðanna lauk með 2-0 sigri United þar sem Marcus Rashford og Bruno Fernandes sáu um mörkin.

Harry Maguire, Luke Shaw og Scott McTominay fengu allir gult spjald í fyrri leiknum og eru því í leikbanni í kvöld. United er í góðum málum eftir fyrri leikinn en spurning hvort Spánverjarnir geti komið á óvart í kvöld.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, byrjar með David de Gea í markinu og þá eru Bruno Fernandes, Paul Pogba og Edinson Cavani allir í byrjunarliðinu. Marcus Rashford fær sér sæti á bekknum.

Í Prag mætast Slavia Prag og Arsenal. Allt er galopið í þeirri viðureign en Tékkarnir jöfnuðu í uppbótartíma í fyrri leik liðanna á Emirates leikvangnum í síðustu viku. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og því gífurlega mikilvægt útivallarmark sem gestirnir náðu að troða inn í blálokin.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, stillir upp Bukayo Saka, Alexandre Lacazette og Nicolas Pepe sem fremstu mönnum. Þá er Emile Smith Rowe mættur aftur í liðið. Pierre-Emerick Aubameyang er ekki í leikmannahópnum en hann var frá vegna veikinda í síðasta deildarleik Arsenal.

Þá mætast Roma og Ajax á Ítalíu en Rómverjar leiða það einvígi 2-1. Á Spáni mætast Villareal og Dinamo Zagreb þar sem heimamenn eru 1-0 yfir eftir fyrri leikinn í Króatíu.

Manchester United: De Gea, Lindelof, Pogba, Cavani, Greenwood, Fred, Bruno, Telles, Bissaka, Matic, Tuanzebe.
(Varamenn: Grant, Henderson, Fish, Williams, Amad, James, Mata, Van de Beek, Elanga, Rashford, Shoretier)

Arsenal: Leno; Chambers, Holding, Pablo Marí; Smith Rowe, Xhaka, Ceballos, Thomas, Saka; Lacazette, Pepe.
(Varamenn: Ryan, Hillson, Bellerin, Cedric, Gabriel, Elneny, Azeez, Nelson, Willian, Martinelli, Nketiah, Balogun)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner