Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mán 15. apríl 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Sonur Messi skoraði fimm mörk í einum og sama leiknum
Mateo er miðjubarnið en er annar frá hægri á myndinni
Mateo er miðjubarnið en er annar frá hægri á myndinni
Mynd: Getty Images
Mateo Messi, sonur argentínska snillingsins Lionel Messi, er þegar farinn að vekja athygli þrátt fyrir ungan aldur en hann skoraði fimm mörk fyrir U9 ára lið Inter Miami á dögunum.

Mateo er 8 ára gamall og hefur augljóslega ekki langt að sækja hæfileikana.

Hann æfir og spilar með sama liði og pabbinn, en það sem vekur sérstaka athygli er að hann er réttfættur, ekki örvfættur eins og Lionel.

Mateo gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk með U9 ára liðinu á dögunum en hann virðist ansi góður miðað við aldur.

Hér fyrir neðan má sjá klippu af honum í leik með U9 ára liðinu þar sem hann skorar meðal annars úr aukaspyrnu og fagnar að hætti pabba síns.


Athugasemdir
banner
banner
banner