Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 15. apríl 2025 11:28
Innkastið
Árni hélt boltanum í 17 sekúndur áður en Stjarnan skoraði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Haukur Harðarson, sérfræðingur Innkastsins, segir að dómarar Bestu deildarinnar séu ekki mikið að fara eftir nýju 8 sekúndna reglunni.

Markmenn hafa einungis átta sekúndur eftir að þeir ná fullu valdi á boltanum með höndunum til þess að koma honum í leik. Dómarar eiga að telja og ef markvörðurinn er of lengi fá andstæðingarnir hornspyrnu.

Árni Snær Ólafsson, markvörður Stjörnunnar, hélt lengi á boltanum í Garðabænum í gær án þess að Jóhann Ingi Jónsson dómari dæmdi á hann. Stjarnan fór síðan upp og skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri.

„Skagamenn vildu fá hornspyrnu því Árni var með boltann svo lengi í höndunum. Ég taldi 16-17 sekúndur áður en Stjarnan fer svo upp og skorar," segir Magnús í Innkastinu. „Það átti að taka rosa vel á þessu en það er ekkert verið að fylgja þessu grimmilega eftir."

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 ÍA


Innkastið - Fyrirliðinn missir hausinn og meistarar hrynja
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 13 9 2 2 26 - 14 +12 29
2.    Breiðablik 13 8 2 3 24 - 18 +6 26
3.    Valur 13 7 3 3 35 - 19 +16 24
4.    Stjarnan 13 6 2 5 24 - 24 0 20
5.    Fram 13 6 1 6 21 - 18 +3 19
6.    Vestri 13 6 1 6 13 - 11 +2 19
7.    Afturelding 13 5 2 6 15 - 17 -2 17
8.    KR 13 4 4 5 34 - 34 0 16
9.    FH 13 4 2 7 19 - 19 0 14
10.    ÍBV 13 4 2 7 13 - 21 -8 14
11.    KA 13 3 3 7 12 - 25 -13 12
12.    ÍA 13 4 0 9 15 - 31 -16 12
Athugasemdir
banner