Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 15. maí 2019 11:30
Arnar Daði Arnarsson
Óli Jó segist ekki vita hvað gerist í máli Gary Martin
Óli Jó og Gary Martin þegar Gary gekk til liðs við Vals. Ásamt Lasse Petry og Emil Lyng.
Óli Jó og Gary Martin þegar Gary gekk til liðs við Vals. Ásamt Lasse Petry og Emil Lyng.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals í Pepsi Max-deild karla segir í samtali við Vísi í morgun að engar nýjar fréttir væru af Gary Martin og hans málum.

Í gærmorgun birtust fréttir þess efnis að Óli Jó. hafi tilkynnt Gary Martin að hann mætti leita sér að nýju félagi og að leikmaðurinn væri til sölu.

„Það er engar fréttir. Engar fréttir eru engar fréttir. Það sem er vitað er búið að skrifa," sagði Ólafur við Vísi.

Gary Martin æfði með Val í gær en óvíst er hvort hann verði leikmaður Vals áður en dagurinn er úti. Félagaskiptaglugginn hér á Íslandi lokar í kvöld.

Að lokum var Óli spurður að því hvort Gary Martin yrði leikmaður Vals eftir 24 tíma. „Ég veit ekki hvað gerist," svaraði Ólafur.
Athugasemdir
banner
banner
banner