Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
banner
   fös 15. maí 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland um helgina - Dortmund og Schalke mætast í fjandslag
Ef allt gengur að óskum mun þýski boltinn fara aftur af stað um helgina, eftir rúmlega tveggja mánaða pásu vegna kórónuveirunnar.

26. umferð deildartímabilsins á að fara fram yfir helgina. Sex leikir verða á laugardaginn, tveir á sunnudaginn og einn á mánudaginn.

Tveir Íslendingar leika í efstu deild í Þýskalandi. Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg taka á móti Wolfsburg á sama tíma og Paderborn heimsækir Fortuna Düsseldorf. Samúel Kári Friðjónsson er á mála hjá Paderborn en verður ekki með vegna smávægilegra meiðsla.

Borussia Dortmund tekur á móti Schalke í stórleik helgarinnar sem fer fram á sama tíma og Íslendingaleikirnir. Eintracht Frankfurt og Borussia Mönchengladbach mætast svo í síðasta leik laugardagsins.

Á sunnudaginn á FC Köln leik við Mainz. Heimamenn verða án nokkurra leikmanna sem voru sýktir af veirunni. Union Berlin tekur svo á móti toppliði FC Bayern í seinni leik sunnudagsins.

Werder Bremen og Bayer Leverkusen eigast við í síðasta leik umferðarinnar á mánudagskvöldið.

Þá ber að nefna að Rúrik Gíslason í Sandhausen og Guðlaugur Victor Pálsson í Darmstadt mæta til leiks í B-deildinni á laugardaginn klukkan 11:00.

Laugardagur:
13:30 Dortmund - Schalke 04
13:30 RB Leipzig - Freiburg
13:30 Hoffenheim - Hertha Berlin
13:30 Dusseldorf - Paderborn
13:30 Augsburg - Wolfsburg
16:30 Frankfurt - Gladbach

Sunnudagur:
13:30 Koln - Mainz
16:00 Union Berlin - Bayern

Mánudagur:
18:30 Werder - Leverkusen
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 7 7 0 0 27 4 +23 21
2 RB Leipzig 7 5 1 1 10 9 +1 16
3 Stuttgart 7 5 0 2 11 6 +5 15
4 Dortmund 7 4 2 1 13 6 +7 14
5 Leverkusen 7 4 2 1 16 11 +5 14
6 Köln 7 3 2 2 12 10 +2 11
7 Werder 8 3 2 3 12 16 -4 11
8 Eintracht Frankfurt 7 3 1 3 19 18 +1 10
9 Hoffenheim 7 3 1 3 12 12 0 10
10 Union Berlin 8 3 1 4 11 15 -4 10
11 Freiburg 7 2 3 2 11 11 0 9
12 Hamburger 7 2 2 3 7 10 -3 8
13 Augsburg 7 2 1 4 12 14 -2 7
14 St. Pauli 7 2 1 4 8 12 -4 7
15 Wolfsburg 7 1 2 4 8 13 -5 5
16 Mainz 7 1 1 5 8 14 -6 4
17 Heidenheim 7 1 1 5 6 13 -7 4
18 Gladbach 7 0 3 4 6 15 -9 3
Athugasemdir
banner