lau 15. maí 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Undarleg dómgæsla í Meistaradeildinni í Afríku
Leikmenn Wydad hafa áður orðið fyrir barðinu á slakri dómgæslu
Leikmenn Wydad hafa áður orðið fyrir barðinu á slakri dómgæslu
Mynd: EPA
Mouloudia og Wydad gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í Meistaradeild Afríku í gær en undarlegt atvik átti sér stað í leiknum þegar staðan var markalaus.

Wydad kom sér í mjög góða sókn. Það kom fyrirgjöf frá vinstri inn í teiginn og framherji Wydad stangaði boltann í slá áður en boltinn datt fyrir samherja hans sem skoraði.

Dómari leiksins dæmdi hins vegar rangstöðu sem þótti afar sérstakt þegar myndband af atvikinu er skoðað. Það þarf ekki einu sinni að deila um hvort þetta hafi verið löglegt mark eða ekki en hvernig dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að þetta hafi verið rangstaða er í raun ótrúlegt.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Wydad verður fyrir barðinu á slakri dómgæslu í keppninni en liðið spilaði í úrslitum árið 2019. Þá voru tveir leikir spilaðir. Fyrri leikurinn fór 1-1 en þar var VAR-tæknin notuð. Í þeim síðari komst Wydad yfir en markið var dæmt af og báðu leikmenn um að VAR yrði notað en þá var greint frá því að búnaðurinn væri ekki notkun. Þeir mótmælu og neituðu að spila sem varð til þess að Esperance var dæmdur sigur í keppninni.

Hægt er að sjá atvikið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner