Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 15. maí 2021 23:40
Victor Pálsson
Sá yngsti undir Guardiola til að skora þrennu
Mynd: EPA
Ferran Torres varð í gær yngsti leikmaður undir stjórn Pep Guardiola til að skora þrennu í leik.

Torres kom til Manchester City frá Valencia fyrir leiktíðina en hann er gríðarlegt efni og er aðeins 21 árs gamall.

Það athyglisverðasta við þetta allt saman er að Lionel Messi var sá yngsti á undan Torres og skoraði þrennu 22 ára gamall.

Messi er eins og flestir vita einn besti leikmaður sögunnar og vann með Guardiola hjá Barcelona þar sem hann spilar enn.

Torres var sjóðandi heitur gegn Newcastle í gær en Englandsmeistararnir höfðu betur með fjórum mörkum gegn þremur.


Athugasemdir
banner
banner
banner