Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 15. maí 2022 15:20
Ívan Guðjón Baldursson
Karólína Lea lagði upp - Svava Rós skoraði tvö
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Getty Images
Mynd: Brann

Lokaumferð þýska kvennaboltans fór fram í dag og komu tveir Íslendingar við sögu, þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir sem eru báðar hjá stórveldi FC Bayern.


Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af bekknum og lagði upp í stórsigri gegn Potsdam á meðan Glódís lék allan leikinn í vörninni.

Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki í hóp hjá Wolfsburg sem var búið að tryggja sér Þýskalandsmeistaratitilnn fyrir lokaumferðina.

Wolfsburg klárar tímabilið með 59 stig úr 22 leikjum. Bayern endar í öðru sæti með 55 stig og svo kemur Frankfurt í þriðja með 46 stig. Alexandra Jóhannsdóttir er á mála hjá Frankfurt en tók ekki þátt í sigri liðsins í dag.

Bayern 5 - 0 Potsdam

Wolfsburg 7 - 1 Leverkusen

Eintracht Frankfurt 4 - 0 Werder Bremen

Á Ítalíu lék Anna Björk Kristjánsdóttir allan leikinn er Inter tapaði gegn Sassuolo í þýðingarlitlum leik í lokaumferð ítalska deildartímabilsins.

Inter endar með 38 stig úr 22 umferðum, í fimmta sæti af tólf.

Hlín Eiríksdóttir og stöllur í Piteå töpuðu þá á útivelli eftir að hafa tekið forystuna gegn Vittsjö í efstu deild sænska boltans. Hlín spilaði allan leikinn.

Þetta var þriðja tap Piteå í röð og er liðið með 13 stig eftir 9 umferðir.

Að lokum var Svava Rós Guðmundsdóttir í fantaformi með Brann sem rúllaði yfir Åvaldsnes í norska boltanum.

Svava Rós skoraði tvennu í tíu marka sigri Brann sem er með 25 stig eftir 9 umferðir og í harðri toppbaráttu við Vålerenga.

Brann 10 - 0 Åvaldsnes
4-0 Svava Rós Guðmundsdóttir ('35)
6-0 Svava Rós Guðmundsdóttir ('51)

Sassuolo 2 - 1 Inter

Vittsjö 2 - 1 Piteå


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner