Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   þri 15. júní 2021 21:41
Victor Pálsson
Myndband: Rudiger virtist narta í Pogba
Antonio Rudiger, leikmaður Þýskalands, gæti verið í veseni eftir atvik sem kom upp í kvöld.

Rudiger spilaði með þýska landsliðinu á EM en liðið mætti heimsmeisturum Frakka í Munchen.

Frakkland vann leikinn með einu marki gegn engu en sjálfsmark Mats Hummels reyndist munurinn.

Rudiger virtist narta í aðeins í bakið á Paul Pogba, leikmanni Frakklands, sem fann fyrir því.

Dómarar leiksins sáu atvikið ekki og var ákveðið að dæma ekkert með myndbandstækninni VAR.

Dæmi nú hver fyrir sig.


Athugasemdir
banner
banner