Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 15. júlí 2019 09:31
Magnús Már Einarsson
Tilboði Arsenal í Tierney hafnað
Celtic hefur hafnað nýju tilboði frá Arsenal í vinstri bakvörðinn Kieran Tierney en Sky segir frá.

Arsenal hefur verið á höttunum á eftir Tierney í sumar en tilraunir félagsins hafa ekki ennþá borið árangur.

Nýjasta tilboðið var upp á samtals 25 milljónir punda en hluti af greiðslunum voru árangurstengdar.

Celtic vill fá 25 milljónir beint á borðið og því hafnaði félagið tilboðinu.

Napoli hefur einnig sýnt Tierney áhuga en hann er 22 ára gamall.
Athugasemdir
banner