Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. ágúst 2020 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ramsdale á leið til Sheffield Utd og Henderson ræðir við Man Utd
Aaron Ramsdale.
Aaron Ramsdale.
Mynd: Getty Images
Bournemouth hefur samkþykkt 18,5 milljón punda tilboð frá Sheffield United í markvörðinn Aaron Ramsdale. Sky Sports greinir frá tíðindunum.

Hinn 22 ára gamli Ramsdale er fyrrum leikmaður Sheffield United. Hann yfirgaf félagið og fór til Bournemouth fyrir 1 milljón punda í janúar 2017. Hann átti flott tímabil sem aðalmarkvörður Bournemouth 2019/20 þrátt fyrir félagið hafi fallið úr deild þeirra bestu. Hann var valinn leikmaður ársins hjá Bournemouth.

Ramsdale á eftir að ná persónulegu samkomulagi við Sheffield United áður en skiptin ganga í gegn.

Ef Ramsdale kemur til Sheffield United þá er ljóst að Dean Henderson verður ekki áfram hjá félaginu á láni frá Manchester United. Henderson, sem er 23 ára, hefur síðastliðin tvö tímabil verið á láni hjá Sheffield United og staðið sig mjög vel.

Hann er í viðræðum við Manchester United um nýjan samning og hann er sagður vilja berjast við David de Gea um markvarðarstöðuna á Old Trafford á næsta tímabili. Ef Man Utd vill lána hann aftur þá eru fjölmörg úrvalsdeildarfélög spennt á að fá hann í sínar raðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner