Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   fim 15. ágúst 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Blind leggur landsliðsskóna á hilluna
Mynd: EPA
Hollenski varnarmaðurinn Daley Blind hefur lagt landsliðsskóna á hilluna.

Þessi 34 ára gamli leikmaður spilaði 108 landsleiki fyrir Holland á ellefu ára landsliðsferli sem gerir hann að fimmta leikjahæsta leikmanni landsliðsins frá upphafi.

Blind greindi frá ákvörðun sinni á samfélagsmiðlum í gær.

„Eftir gott samtal við landsliðsþjálfarann hef ég ákveðið að einbeita mér algerlega að félagi mínu og fjölskyldu. Enn og aftur segi ég að þetta hafi verið mikill heiður. Þetta voru frábær ár og vil ég þakka þjálfurunum, starfsliðinu, liðsfélögunum og auðvitað hollensku stuðningsmönnunum. Ég mun sakna ykkar. Takk öll,“ sagði Blind.

Hollendingurinn er á mála hjá Girona og mun allur hans tími fara í þétta dagskrá liðsins í vetur. Liðið kom sér í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner