Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 15. september 2019 18:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Mkhitaryan skoraði í fyrsta leik með Roma
Mynd: Getty Images
Roma 4 - 2 Sassuolo
1-0 Bryan Cristante ('12 )
2-0 Edin Dzeko ('19 )
3-0 Henrikh Mkhitaryan ('22 )
4-0 Justin Kluivert ('34 )
4-1 Domenico Berardi ('53 )
4-2 Domenico Berardi ('72 )

Leikur Roma og Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni var að klárast. Það voru sex mörk skoruð, en það var Roma sem fór með sigur af hólmi.

Roma byrjaði af krafti og var staðan eftir rúmar 20 mínútur orðin 3-0. Bryan Cristante, Edin Dzeko og Henrikh Mkhitaryan skoruðu. Mkhitaryan, sem er í láni frá Arsenal, var að spila sinn fyrsta leik fyrir Roma. Draumabyrjun hjá honum.

Hollendingurinn Justin Kluivert gerði fjórða markið fyrir leikhlé og var staðan í hálfleik 4-0.

Domenico Berardi náði að klóra í bakkann fyrir Sassuolo í seinni hálfleik. Lokatölur urðu 4-2.

Roma er með fimm stig í sjöunda sæti. Sassuolo er í 12. sæti með þrjú stig.

Sjá einnig:
Ítalía: Óvæntur sigur SPAL á Lazio - Dramatík í Brescia
Athugasemdir
banner
banner
banner