Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 15. september 2019 13:32
Brynjar Ingi Erluson
Leikur Keflavíkur og HK/Víkings færður inn í Reykjaneshöll - Hefst 14:15
Keflavík spilar mikilvægan leik í Reykjaneshöllinni
Keflavík spilar mikilvægan leik í Reykjaneshöllinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Keflavíkur og HK/Víkings í Pepsi Max-deild kvenna hefur verið færður af Nettó-vellinum og inn í Reykjaneshöll en hann hefst klukkan 14:15

Keflavík berst fyrir lífi sínu í deildinni en HK/Víkingur féll í síðustu umferð.

Leikurinn átti upphaflega að fara fram klukkan 14:00 á Nettó-vellinum en hefur verið færður inn í Reykjaneshöllina vegna veðurs.

Keflavík er í næst neðsta sæti með 10 stig, fimm stigum á eftir ÍBV þegar tveir leikir eru eftir.

Uppfært 13:32:

Reykjaneshöllin var læst þegar komið var að henni en þó búið að leysa það vandamál. Nú er búið að fresta leiknum til 14:15

14:15 Keflavík - HK/Víkingur (Reykjaneshöllin)
Athugasemdir
banner
banner