Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 15. september 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sá fyrsti sem gerir þrennu og sjálfsmark í sama leiknum
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Tammy Abraham átti athyglisverðan leik þegar Chelsea vann 5-2 sigur gegn Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í gær, laugardag.

Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir Chelsea, en hann kom boltanum einnig í eigið mark.

Hann varð þar með fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem skorar þrennu og sjálfsmark í sama leiknum. Eitthvað sem hann getur verið stoltur af.

Abraham, sem er 21 árs, hefur komið sterkur inn hjá Chelsea í byrjun þessa tímabils. Hann er kominn með sjö mörk í fyrstu fimm leikjunum.

Sjá einnig:
Lampard: Öll mörkin hans Tammy voru ólík


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner