Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 15. september 2019 14:05
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Sevilla vann Alaves - Endurkoma hjá Espanyol
Espanyol náði í fyrsta sigurinn á tímabilinu
Espanyol náði í fyrsta sigurinn á tímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir fyrstu leikir dagsins í spænska boltanum voru að klárast en Sevilla vann Deportivo Alaves 1-0 á meðan Espanyol lagði Eibar 2-1 en gestirnir komu til baka undir lokin.

Joe Jordan gerði eina mark Sevilla gegn Alaves en spænski miðjumaðurinn gerði það á 37. mínútu leiksins.

Þetta var þriðji sigur Sevilla í deildinni en liðið er taplaust eftir fyrstu fjóra leikina og er á toppnum með 10 stig.

Espanyol vann Eibar á meðan 2-1. Ivan Ramis kom Eibar yfir á 58. mínútu áður en Facundo Ferreyra jafnaði tæpum tuttugu mínútum síðar. Það var svo Esteban Granero sem reyndist hetja Espanyol með marki á 79. mínútu.

Naldo fékk að líta rauða spjaldið í liði Espanyol undir lok leiks en það kom ekki að sök. Fyrsti sigur Espanyol staðreynd á meðan Eibar, sem er í næst neðsta sæti, leitar enn að sínum fyrsta sigri.

Úrslit og markaskorarar:

Alaves 0 - 1 Sevilla
0-1 Joan Jordan ('37 )

Eibar 1 - 2 Espanyol
1-0 Ivan Ramis ('58 )
1-1 Facundo Ferreyra ('76 )
1-2 Esteban Granero ('79 )
Rautt spjald:Naldo, Espanyol ('90)
Athugasemdir
banner
banner