Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. september 2021 21:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Forest hlýtur að skipta - Jón í kuldanum
Chris Houghton hlýtur að fá reisupassann.
Chris Houghton hlýtur að fá reisupassann.
Mynd: Getty Images
Jón Daði er í kuldanum.
Jón Daði er í kuldanum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fulham skellti sér á toppinn í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands, með góðum sigri á Birmingham á útivelli.

Aleksandar Mitrovic skoraði tvisvar fyrir Fulham í mjög þægilegum sigri. Fulham er með einu stigi meira en Bournemouth, West Brom og Coventry.

Jón Daði Böðvarsson var ónotaður varamaður hjá Millwall í markalausu jafntefli gegn Swansea. Hann hefur verið í kuldanum í byrjun tímabilsins. Millwall er í 15. sæti.

Þá heldur Nottingham Forest áfram að tapa. Í kvöld tapaði Forest gegn Middlesbrough á heimavelli. Það hlýtur að koma þjálfarabreyting þar. Það gengur ekkert upp með Chris Houghton við stjórnvölinn. Forest er á botninum með aðeins eitt stig eftir sjö leiki.

Birmingham 1 - 4 Fulham
0-1 Denis Odoi ('10 )
0-2 Aleksandar Mitrovic ('44 , víti)
0-3 Harry Wilson ('54 )
0-4 Aleksandar Mitrovic ('83 )
1-4 Troy Deeney ('87 , víti)

Bristol City 1 - 1 Luton
1-0 Nathan Baker ('57 )
1-1 Danny Hylton ('90 )

Coventry 1 - 0 Cardiff City
1-0 Viktor Gyokeres ('15 )
Rautt spjald: Fankaty Dabo, Coventry ('90)

Nott. Forest 0 - 2 Middlesbrough
0-1 Andraz Sporar ('24 )
0-2 Onel Hernandez ('72 )

Swansea 0 - 0 Millwall

Stoke City 1 - 1 Barnsley
1-0 Sam Surridge ('17 )
1-1 Cauley Woodrow ('38 )
1-1 Mario Vrancic ('45 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Tommy Smith, Stoke City ('85)
Athugasemdir
banner