Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
banner
   mið 15. september 2021 22:17
Þorgeir Leó Gunnarsson
Magnús Már: Lítið hægt að segja eftir svona leik
8-0 tap.
Lengjudeildin
Magnús Már þjálfari Aftureldingar
Magnús Már þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding fór á Seltjarnarnesið í kvöld og töpuðu 8-0 gegn Gróttu í Lengjudeild karla. Vægast sagt slæm úrslit fyrir Mosfellinga og var Magnús Már þjálfari liðsins svekktur í leikslok

„Við erum allt í lagi fyrstu mínúturnar en eftir það sá ég líklegast fjörtíu verstu mínútur sem ég hef séð strákana spila. Það var langt frá því leveli sem við viljum vera á og getum verið á. Grótta, sem er með mjög gott lið og marga góða einstaklinga, gekk á lagið og röðuðu inn mörkum. Það er bara lítið hægt að segja eftir svona leik nema biðja stuðningsmenn afsökunar og sjá til þess að þetta muni aldrei endurtaka sig því þetta var afskaplega dapurt," sagði Magnús beint eftir leik.

Magnús er á sínu öðru ári sem aðalþjálfari liðsins og hefur verið hrósað fyrir skemmtilegan fótbolta og fínt gengi. Á dögunum var Magnús orðaður við lið Þórs á Akureyri. Magnús vildi lítið segja og ætlar að fókusera á síðasta leik tímabilsins gegn Fram.

„Lítið verið að spá í því. Hef verið upp á fæðingardeild undanfarna daga og ekki verið að hugsa mikið um framtíðina. Þetta kemur allt saman í ljós á næstunni hvað verður í þessu. Við tökum púlsinn á því eftir tímabilið því það er leikur sem þarf að klára á laugardaginn gegn Fram og hugur minn er allur þar. Þurfum að gera betur þar því þetta var ekki boðlegt í dag" Sagði Magnús Már.

Nánar er rætt við Magnús um leikinn í viðtalinu hér fyrir ofan og hann meðal annars spurður út í unga leikmenn liðsins sem fengu tækifæri.
Athugasemdir
banner
banner
banner