Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mið 15. september 2021 22:17
Þorgeir Leó Gunnarsson
Magnús Már: Lítið hægt að segja eftir svona leik
8-0 tap.
Lengjudeildin
Magnús Már þjálfari Aftureldingar
Magnús Már þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding fór á Seltjarnarnesið í kvöld og töpuðu 8-0 gegn Gróttu í Lengjudeild karla. Vægast sagt slæm úrslit fyrir Mosfellinga og var Magnús Már þjálfari liðsins svekktur í leikslok

„Við erum allt í lagi fyrstu mínúturnar en eftir það sá ég líklegast fjörtíu verstu mínútur sem ég hef séð strákana spila. Það var langt frá því leveli sem við viljum vera á og getum verið á. Grótta, sem er með mjög gott lið og marga góða einstaklinga, gekk á lagið og röðuðu inn mörkum. Það er bara lítið hægt að segja eftir svona leik nema biðja stuðningsmenn afsökunar og sjá til þess að þetta muni aldrei endurtaka sig því þetta var afskaplega dapurt," sagði Magnús beint eftir leik.

Magnús er á sínu öðru ári sem aðalþjálfari liðsins og hefur verið hrósað fyrir skemmtilegan fótbolta og fínt gengi. Á dögunum var Magnús orðaður við lið Þórs á Akureyri. Magnús vildi lítið segja og ætlar að fókusera á síðasta leik tímabilsins gegn Fram.

„Lítið verið að spá í því. Hef verið upp á fæðingardeild undanfarna daga og ekki verið að hugsa mikið um framtíðina. Þetta kemur allt saman í ljós á næstunni hvað verður í þessu. Við tökum púlsinn á því eftir tímabilið því það er leikur sem þarf að klára á laugardaginn gegn Fram og hugur minn er allur þar. Þurfum að gera betur þar því þetta var ekki boðlegt í dag" Sagði Magnús Már.

Nánar er rætt við Magnús um leikinn í viðtalinu hér fyrir ofan og hann meðal annars spurður út í unga leikmenn liðsins sem fengu tækifæri.
Athugasemdir
banner
banner