mið 15. september 2021 17:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Origi byrjar gegn AC Milan
Divock Origi.
Divock Origi.
Mynd: Getty Images
Messi byrjar hjá PSG.
Messi byrjar hjá PSG.
Mynd: Getty Images
Divock Origi fær óvænt sæti í byrjunarliði Liverpool gegn AC Milan í Meistaradeildinni í kvöld.

Sadio Mane byrjar á bekknum og er Roberto Firmino ekki með vegna meiðsla. Origi og Diogo Jota byrja með Mohamed Salah í fremstu víglínu. Það vekur líka athygli að Virgil van Dijk er ekki í hjarta varnarinnar.

Hjá AC Milan er enginn Zlatan Ibrahimovic; hann er meiddur.

Þessi lið hafa háð frægar rimmur í Meistaradeildinni í gegnum tíðina. Þau mættust í eftirminnilegum úrslitaleik 2005 þar sem Liverpool hafði betur eftir að hafa lent 3-0 undir. Milan náði fram hefndum tveimur árum síðar. Milan er í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sjö ár; langþráð bið á enda hjá þeim.

Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport.

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, Matip, Robertson, Fabinho, Keita, Henderson, Salah, Origi, Jota.
(Varamenn: Adrian, Kelleher, Van Dijk, Konate, Thiago, Milner, Mane, Oxlade-Chamberlain, Jones, Minamino, Tsimikas, Phillips)

Byrjunarlið AC Milan: Maignan, Calabria, Kjaer, Tomori, Hernandez, Bennacer, Kessie, Saelemaekers, Diaz, Leao, Rebic.
(Varamenn: Tatarusanu, Jungdal, Ballo, Tonali, Giroud, Romagnoli, Kalulu, Florenzi, Maldini, Gabbia)

Messi, Neymar og Mbappe byrja saman
Annars er það líklega hvað stærst að Lionel Messi byrjar hjá Paris Saint-Germain gegn Club Brugge. Hann, Neymar og Kylian Mbappe byrja saman í fyrsta sinn.

Manchester City mætir RB Leipzig og er byrjunarliðið hjá City svona: Ederson, Cancelo, Dias, Ake, Zinchenko, Rodrigo, De Bruyne, Bernardo, Grealish, Torres, Mahrez.

miðvikudagur 15. september

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group A
19:00 Man City - RB Leipzig
19:00 Club Brugge - PSG

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group B
19:00 Liverpool - Milan
19:00 Atletico Madrid - Porto

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group C
16:45 Besiktas - Dortmund
19:00 Sporting - Ajax

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group D
16:45 Sherif - Shakhtar D
19:00 Inter - Real Madrid
Athugasemdir
banner
banner