McKenna og Pochettino hafa áhuga á að taka við Man Utd - Chelsea í stjóraleit og ætlar að bjóða í Olise
   fim 15. september 2022 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umfjöllun
Svona gæti landsliðshópurinn litið út: Enginn Albert?
Fyrirliðinn að mæta aftur í landsliðið?
Fyrirliðinn að mæta aftur í landsliðið?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð var í byrjunarliði Lyngby í síðasta leik.
Alfreð var í byrjunarliði Lyngby í síðasta leik.
Mynd: Heimasíða Lyngby
Verður Albert í hópnum?
Verður Albert í hópnum?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað með Jóhann Berg?
Hvað með Jóhann Berg?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons fór af velli vegna meiðsla í síðasta deildarleik
Alfons fór af velli vegna meiðsla í síðasta deildarleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun verður tilkynntur landsliðshópur fyrir komandi leiki karlalandsliðsins. Framundan er vináttuleikur gegn Venesúela sem fram fer í Austurríki og svo mögulegur úrslitaleikur um toppsæti riðilsins í Þjóðadeildinni gegn Albaníu.

Í sama landsleikjaglugga spilar U21 landsliðið tvo úrslitaleiki við Tékkland um sæti á lokamóti EM næsta sumar. Einhverjir leikmenn úr A-landsliðinu gætu færst niður í U21 til að hjálpa til við að klára það verkefni. Allir sem fæddir eru eftir aldamót koma til greina í þann hóp.

Hér verður valið í landsliðshóp út frá ýmsum upplýsingum en er einnig til gamans gert.

Heyrst hefur að Albert Guðmundsson verði ekki í hópnum. Fjallað var um rifrildi milli hans og Arnars Þórs Viðarssonar í júní en landsliðsþjálfarinn kannaðist ekki við það.

Sömuleiðis hefur heyrst að þrír meðlimir úr gamla bandinu séu að snúa aftur í landsliðið. Aron Einar Gunnarsson gæti snúið í hópinn sem og þeir Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson. Jóhann var reyndar ekki í leikmannahópi Burnley fyrr í þessari viku en Vincent Kompany, stjóri Burnley, segir að Jóhann gæti spilað á laugardag. Það er spurning hvort Jóhann sé klár í slaginn með landsliðinu.

Markverðirnir eru nokkuð borðliggjandi, Elías, Patrik og Rúnar Alex eru að berjast um aðalmarkvarðarstöðuna. Elías er smávægilega meiddur og hefur því ekki verið í hóp hjá Midtjylland í síðustu leikjum. Ef hann getur ekki spilað þá er líklegt að kallað verði í annað hvort Hákon Rafn Valdimarsson eða Ingvar Jónsson.

Í varnarlínunni eru nokkur spurningamerki. Alfons Sampsted meiddist á dögunum og er óvíst hversu lengi hann verður frá, Brynjar Ingi Bjarnason er að spila með varaliði Vålerenga og Ari Leifsson hefur verið að glíma við meiðsli. Líklegt er að Valgeir Lunddal verði í A-landsliðinu ef Alfons er fjarri góðu gamni. Gæti Damir Muminovic fengið kallið?

Það er komin talsverð breidd inn á miðsvæðið og var erfitt að ákveða hverjir fengju kallið í hópinn. Hákon Arnar Haraldsson gerði virkilega vel með A-landsliðinu í sínum fyrstu leikjum í júlí. Einhver tilfinning er fyrir því að hann verði með U21 í komandi leikjum. Miðað við þetta val eru leikmenn eins og Arnór Ingvi, Aron Elís, Samúel Kári og Willum Þór ekki í hópnum.

Í sóknarlínunni er Jón Daði Böðvarsson að snúa til baka eftir meiðsli og ætti að spila með Bolton um helgina. Guðjohnsen bræður verða að öllum líkindum í hópnum og Alfreð er sagður vera að snúa til baka í landsliðið. Mikael Egill Ellertsson færi þá í U21 landsliðið fyrir leikina mikilvægu.

Markverðir:
Rúnar Alex Rúnarsson (1995, 17 leikir) - Alanyaspor á láni frá Arsenal
Elías Rafn Ólafsson (2000, 4 leikir) - Midtjylland
Patrik Sigurður Gunnarsson (2000, 1 leikur) - Viking

Varnarmenn:
Hörður Björgvin Magnússon (1993, 41 leikur) - Panathinaikos
Hjörtur Hermannsson (1995, 25 leikir) - Pisa
Guðmundur Þórarinsson (1992, 12 leikir) - OFI Crete
Daníel Leó Grétarsson (1995, 10 leikir) - Slask Wroclaw
Davíð Kristján Ólafsson (1995, 7 leikir) - Kalmar
Valgeir Lunddal Friðriksson (2001, 3 leikir) - Häcken
Damir Muminovic (1990, 2 leikir) - Breiðablik

Miðjumenn:
Birkir Bjarnason (1998, 110 leikir) - Adana Demirspor
Aron Einar Gunnarsson (1989, 97 leikir) - Al Arabi
Guðlaugur Victor Pálsson (1991, 29 leikir) - DC United
Arnór Sigurðsson (1999, 21 leikur) - Norrköping
Jón Dagur Þorsteinsson (1998, 21 leikur) - OH Leuven
Mikael Anderson (1998, 14 leikir) - AGF
Ísak Bergmann Jóhannesson (2003, 13 leikir) - FC Kaupmannahöfn
Stefán Teitur Þórðarson (1998, 12 leikir) - Silkeborg
Þórir Jóhann Helgason (2000, 12 leikir) - Lecce

Sóknarmenn:
Jón Daði Böðvarsson (1992, 64 leikir) - Bolton
Alfreð Finnbogason (1989, 61 leikur) - Lyngby
Sveinn Aron Guðjohnsen (1998, 16 leikir) - Elfsborg
Andri Lucas Guðjohnsen (2002, 9 leikir) - Norrköping

Aðrir sem koma til greina:
Ingvar Jónsson (1989, 8 leikir) - Víkingur - Er að öllum líkindum 4. - 5. kostur í markvarðarstöðuna.
Hákon Rafn Valdimarsson (2001, 2 leikir) - Elfsborg - Aðalmarkvörður U21 landsliðsins
Ari Leifsson (1998, 4 leikir) - Strömsgodset - Glímt við meiðsli
Brynjar Ingi Bjarnason (1999, 14 leikir) - Vålerenga - Virkar í vandræðum hjá félagsliði sínu.
Alfons Sampsted (1998, 13 leikir) - Bodö/Glimt - Meiddur?
Aron Elís Þrándarson (1994, 14 leikir) - OB
Willum Þór Willumsson (1998, 1 leikur) - GA Eagles
Arnór Ingvi Traustason (1993, 44 leikir) - Norrköping
Samúel Kári Friðjónsson (1996, 8 leikir) - Atromitos - Valinn síðast 2020.
Jóhann Berg Guðmundsson (1990, 81 leikur) - Burnley - Tæpur?
Viðar Ari Jónsson (1994, 7 leikir) - Honved - Síðast valinn í janúar
Albert Guðmundsson (1997, 33 leikir) - Genoa - Ekki valinn?
Hólmbert Aron Friðjónsson (1993, 6 leikir) - Lilleström á láni frá Holstien Kiel - Skorað þrettán mörk á tímabilinu.
Nökkvi Þeyr Þórisson (1999, 0 leikir) - Beerschot - Markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar.
Viðar Örn Kjartansson (1990, 32 leikir) - Atromitos - Ekki verið valinn í síðustu verkefni.
Hákon Arnar Haraldsson (2003, 3 leikir) - FC Kaupmannahöfn - Í U21? Var hluti af U21 liðinu þar til í júní.
Mikael Egill Ellertsson (2002, 6 leikir) - Spezia - Í U21?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner