Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 13. júní 2022 22:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spurður út í sögusagnir um rifrildi við Albert - „Þetta er bara ekki satt"
Albert í leiknum gegn San Marínó.
Albert í leiknum gegn San Marínó.
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson byrjaði í þriðja keppinsleiknum í röð á varamannabekknum þegar Ísland mætti Ísrael í Þjóðadeildinni í kvöld.

Albert kom seint inná í kvöld, á 89. mínútu í stöðunni 2-2 og urðu það lokatölur leiksins. Fyrir fyrsta leik í landsleikjaglugganum bjuggust flestir við því að sjá Albert í byrjunarliðinu en raunin varð sú að hann spilaði allan leikinn gegn San Marínó og kom tvisvar inná sem varamaður í leikjunum fjórum.

Á fréttamannafundi eftir leikinn í kvöld var landsliðsþjálfarinn spurður út í Albert en sögur höfðu heyrst af ósætti milli Arnars og Alberts.

Fréttamaður á fundinum spurði: „Það heyrðist orðrómur um að þér og Alberti hefði lent saman á myndbandsfundi um daginn. Er þetta eitthvað sem þú getur staðfest eða eitthvað sem þú vilt tjá þig um?"

Arnar svaraði: „Nei, þetta er bara ekki satt. Ég hef ekki lent í neinu rifrildi við Albert. Við höfum rætt hlutina, ég og Albert. Hann er mjög faglegur og við höfum átt nokkra fundi og talað saman í þessum glugga. Ég veit að þetta er mjög erfitt fyrir hann og það er eðlilegt að hann sé ekki sáttur. En okkur lenti ekkert saman."

Sjá einnig:
„Albert er hundfúll og ég væri líka hundfúll út í hann ef hann væri ekki fúll"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner