Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   mán 12. september 2022 14:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brynjar Ingi átt mjög erfitt uppdráttar - Settur í varaliðið
Brynjar Ingi Bjarnason.
Brynjar Ingi Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur gengið erfiðlega hjá miðverðinum Brynjari Inga Bjarnasyni eftir að hann fór út í atvinnumennsku á síðasta ári.

Brynjar Ingi sló í gegn á síðasta ári, bæði með KA og landsliðinu, og var hann seldur til Lecce í kjölfarið. Hann fékk ekki mörg tækifæri þar og var seldur til Vålerenga í Noregi fyrr á þessu ári.

Í byrjun sumars var hann að spila mikið en hann missti sæti sitt í júní eftir bikarleik gegn Brumunddal sem Vålerenga vann 4-3. Stuðningsmenn voru mjög ósáttir við hann eftir þann leik.

Það virðist þjálfarinn líka hafa verið því Brynjar hefur aðeins leikið tíu mínútur með aðalliði Vålerenga frá þeim leik.

Að sama skapi hefur hann leikið stórt hlutverk í varaliði Vålerenga sem er í þriðju efstu deild í Noregi. Árangurinn hefur þar hefur þó ekki verið sérstaklega góður því Vålerenga II er í ellefta sæti af 14 liðum og hefur fengið á sig 53 mörk í 19 leikjum - mest af öllum liðum í deildinni.

Það er spurning hvort Brynjar Ingi verði í landsliðshópnum á föstudaginn en framundan eru leikir gegn Albaníu og Venesúela.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner