Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 15. október 2019 18:49
Brynjar Ingi Erluson
Lacazette: Guendouzi er með mikinn metnað
Matteo Guendouzi
Matteo Guendouzi
Mynd: Getty Images
Alexandre Lacazette, leikmaður Arsenal, fer fögrum orðum um Matteo Guendouzi í viðtali á heimasíðu félagsins í dag.

Guendouzi er á öðru tímabili sínu með Arsenal en þessi tvítugi miðjumaður er nú þegar orðinn byrjunarliðsmaður og hefur tekið miklum framförum.

Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur þegar sagt frá því að Guendouzi hefur alla burði til þess að taka við fyrirliðabandinu einn daginn og þá er hann að stíga sín fyrstu skref með franska landsliðinu.

„Ég og Pierre-Emerick Aubameyang horfum á Guendouzi eins og yngri bróðir okkar. Við eigum í góðu sambandi, leggjum hart að okkur og höfum gaman, þannig það er frábært," sagði Lacazette.

„Ég er ánægður fyrir hönd Matteo að hann hafi verið valinn leikmaður mánaðarins í september. Hann spilaði mjög vel og hjálpaði liðinu þegar það þarfnaðist hans sem mest. Hann er að bæta sig mikið og allir eru ánægðir með hann."

„Matteo er með mikinn metnað og vill verða einn sá besti í han stöðu. Hann reynir að bæta sig á hverjum degi til ná því markmiði og hann hefur sýnt það að hann getur náð því,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner