Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 16. janúar 2020 22:09
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalski bikarinn: Pellegrini afgreiddi Parma
Parma 0 - 2 Roma
0-1 Lorenzo Pellegrini ('49)
0-2 Lorenzo Pellegrini ('76, víti)

Lorenzo Pellegrini var aðalmaðurinn er Roma komst áfram í næstu umferð ítalska bikarsins á útivelli gegn Parma.

Staðan var markalaus eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik en Pellegrini kom gestunum úr höfuðborginni yfir með góðu marki í upphafi síðari hálfleiks.

Roma var með yfirhöndina og tvöfaldaði forystuna á 76. mínútu. Vítaspyrna var dæmd fyrir hendi og skoraði Pellegrini örugglega.

Roma mætir Ítalíumeisturum Juventus í 8-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner