fim 16. janúar 2020 09:41
Magnús Már Einarsson
Kári Árna: Stóðust margir prófið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hörkuleikur. Það er verið að skoða unga stráka og sjá úr hverju þeir eru gerðir. Þeir stóðust margir prófið," sagði Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins, eftir 1-0 sigur á Kanada í vináttuleik í nótt.

Fimm leikmenn spiluðu sinn fyrsta landsleik með íslenska landsliðinu í nótt og Kári var ánægður með nýju mennina.

„Þeir voru fylgnir sér og svo framvegis. Það vantar aðeins upp á leikskipulagið þegar nýtt lið kemur saman. Við áttum í smá basli með þá, í seinni hálfleik aðallega. Það er mjög eðlilegt. Við þurfum að stilla saman strengi og bæta ofan á þetta en það var gaman að sjá hvað þeir voru fastir fyrir og skiluðu sínu mjög vel."

Ísland spilar annan vinaáttuleik í Bandaríkjunum á sunnudaginn en þá leikur liðið við El Salvador.

„Það væri gaman að sjá sem flesta spila og sjá úr hverju menn eru gerðir," sagði Kári.

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni frá KSÍ.


Athugasemdir
banner
banner
banner