Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
banner
   fim 16. janúar 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Miðvörður Salzburg keyptur til Wolfsburg (Staðfest)
Wolsfburg hefur klófest Marin Pongracic frá Red Bull Salzburg.

Pongracic er 22 ára miðvörður sem skrifar undir fjögurra ára samning við Wolfsburg.

Pongracic var í akademíu Bayern Munchen þegar hann var yngri og fór frá 1860 Munchen til Salzburg. Hann tók þátt í 56 leikjum hjá austurrísku meisturunum.

Pongracic fæddist í Landshut í Þýskalandi en á króatíska foreldra. Pongracic er talinn kosta Wolfsburg 9 milljónir punda.
Athugasemdir
banner