Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 16. janúar 2022 21:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spænski Ofurbikarinn: Real Madrid sigurvegari í tólfta sinn
Real Madrid 2 - 0 Athletic
1-0 Luka Modric ('38 )
2-0 Karim Benzema ('52 , víti)
2-0 Raul Garcia ('89 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Eder Militao, Real Madrid ('87)

Real Madrid fór með sigur af hólmi gegn Athletic Bilbao í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins í Sádí-Arabíu í kvöld.

Þetta er í tólfta sinn sem Real Madrid vinnur þessa keppni.

Luka Modric kom Real Madrid með mjög flottu skoti seint í fyrri hálfleiknum og það voru Madrídingar sem tóku forystuna inn í hálfleikinn.

Karim Benzema gerði annað markið snemma í seinni hálfleiknum þegar hann skoraði af vítapunktinum. Það var dæmd vítaspyrna eftir að boltinn fór í höndina á Yeray Alvarez, leikmanni Bilbao.

Bilbao fékk tækifæri til að minnka muninn í lokin þegar boltinn fór í höndina á Eder Militao innan teigs. Militao var vikið af velli og Raul Garcia fór á punktinn. Thibaut Courtois varði hins vegar frábærlega, skot frá Raul Garcia og Real landaði sigrinum í kjölfarið nokkuð þægilega.

Real Madrid er núna búið að vinna þessa keppni tólf sinnum og vantar að vinna þessa keppni einu sinni til að jafna titlafjölda Barcelona.
Athugasemdir
banner