Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. febrúar 2021 12:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Siggi er örugglega eitthvað mesta náttúru talent sem hefur komið upp á Íslandi"
Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson
Á hliðarlínunni sumarið 2019
Á hliðarlínunni sumarið 2019
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Skagamaðurinn Þórður Guðjónsson var gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið þessa vikuna. Þórður fer yfir feril sinn með Jóa og velur Draumalið skipað þeim leikmönnum sem hann lék með á ferli sínum.

Þórður valdi lið skipað ellefu íslenskum samherjum. Annar af djúpu miðjumönnunum í liði Þórðar er Sigurður Jónsson, Siggi Jóns. Siggi var mjög sigursæll með liði ÍA og lék með Sheffield Wednesday, Arsenal og Barnsley á Englandi. Hann var alls þrettán ár í atvinnumennsku á Englandi, í Svíþjóð og í Skotlandi.

Þórður fór fögrum orðum um Sigga í þættinum og var stöðu Sigga í liðinu lýst eins og þeirri sem Sergio Busquets leysti með Barcelona um þrjátíu árum síðar.

„Siggi Jóns er eitthvað mesta legend í okkar heimi (Skagamanna). Ég set hann djúpan á miðjuna, fáir hafa leyst þá stöðu jafn vel og hann. Hann var í raun svona 'sweeper' fyrir framan vörnina því hann datt inn á milli miðvarðanna og 'sweepaði' vörnina án þess að vera eins og Lothar Matthäus eða Matthias Sammer á árum áður sem 'sweepuðu' fyrir aftan miðverðina. Siggi steig upp fyrir vörnina, stýrði vörn og miðju eins og herforingi með sínar sendingar og annað slíkt. Hann bjó þessa stöðu til," sagði Þórður.

„Það var mjög gaman að sjá hvernig Siggi spilaði þessa stöðu, sérstaklega í landsliðinu. Hann gerði það líka í Skagaliðinu og svo fer hann erlendis aftur eftir stopp upp á Skaga. Siggi er ótrúlegur, ég held að hann hafi aldrei klæðst ÍA treyjunni án þess að hafa unnið titil."

„Hann var gríðarlega óheppinn með meiðsli en Siggi er örugglega eitthvað mesta náttúru talent sem hefur komið upp á Íslandi."


Siggi lék á sínum ferli 65 A-landsleiki, hann varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með ÍA og tvisvar sinnum bikarmeistari. Sigurhlutfallið hans í leikjum á Íslandi, skv. heimasíðu KSÍ, er 75%. Siggi var síðast aðstoðarþjálfari Jóhannes Karls Guðjónssonar hjá ÍA sumarið 2019.

Sjá einnig:
Smith: Siggi Jóns hefði getað orðið leikmaður í hæsta gæðaflokki (31. mars '20)

Athugasemdir
banner
banner