Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   mið 16. mars 2016 16:21
Magnús Már Einarsson
Grindavík fær markahæsta leikmanninn frá Ægi (Staðfest)
watermark Grindvíkingar fá liðsstyrk.
Grindvíkingar fá liðsstyrk.
Mynd: Grindavík
Grindavík hefur fengið liðsstyrk fyrir sumarið í 1. deildinni en félagið hefur samið við framherjann Will Daniels.

Þetta staðfesti Óli Stefán Flóventsson þjálfari liðsins í samtali við Fótbolta.net í dag.

Will skoraði tíu mörk í sautján leikjum í 2. deildinni með Ægi í fyrra. Hann var markahæstur hjá Ægi og átti stóran þátt í að liðið hélt sæti sínu í deildinni.

Hinn 25 ára gamli Will er frá Bandaríkjunum en hann kom til Ægis fyrir síðasta tímabil.

Komnir í Grindavík:
Alexander Veigar Þórarinsson frá Þrótti
Gunnar Þorsteinsson frá ÍBV
Will Daniels frá Ægi

Farnir:
Alejandro Jesus Blazquez Hernandez til Spánar
Alex Freyr Hilmarsson í Víking R.
Angel Guirado Aldeguer til Spánar
Scott Ramsay í GG
Athugasemdir
banner
banner