Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 16. apríl 2021 10:30
Magnús Már Einarsson
Boothroyd ekki áfram með enska U21 liðið
Enska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að Aidy Boothroyd verði ekki áfram þjálfari U21 landsliðsins.

Boothroyd, sem er fyrrum stjóri Watford, var með samning fram á sumar.

Enska sambandið hefur ákveðið að framlengja ekki samning en enska liðið datt út í riðlakeppni EM í síðasta mánuði.

Hinn fimmtugi Boothroyd hefur stýrt U21 liði Englands undanfarin fimm ár en nú er leit hafin að eftirmanni hans.

Boothroyd ku sjálfur hafa áhuga á að taka aftur við stjórastöðu hjá félagsliði.
Athugasemdir
banner
banner