Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 16. apríl 2021 08:59
Magnús Már Einarsson
Byssumenn réðust inn á heimili Smalling
Mynd: Getty Images
Chris Smalling, varnarmaður Roma, lenti í leiðinlegu atviki í morgun en menn vopnaðir byssu réðust þá inn á heimili hans.

Mennirnir ógnuðu Smalling og skipuðu honum að láta af hendi skartgripi og fleiri verðmæti.

Sam, eiginkona Smalling, og tveggja ára barn þeirra voru einnig á heimilinu þegar mennirnir réðust inn.

Sam hringdi í lögregluna klukkan 5 í morgun eftir að mennirnir voru á brott en hún var þá í miklu áfalli.

Roma hefur boðið Smalling allan sinn stuðning eftir atburðinn en félagið keypti hann frá Manchester United í fyrrasumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner