Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   þri 16. apríl 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dele fær áminningu í símann á hverju kvöldi með markmiði sínu
Dele Alli.
Dele Alli.
Mynd: Getty Images
Alli er samningsbundinn Everton.
Alli er samningsbundinn Everton.
Mynd: Getty Images
Dele Alli var gestur í þættinum Monday Night Football á Sky Sports í gærkvöldi þar sem hann fór yfir leiki helgarinnar og svaraði ýmsum spurningum.

Dele, sem er 28 ára gamall, er samningsbundinn Everton en hefur ekkert spilað á tímabilinu vegna meiðsla. Hann segist vera á góðri leið með að koma til baka.

Miðjumaðurinn á að baki 37 A-landsleiki fyrir England en hann spilaði síðast landsleik fyrir fimm árum síðan. Hann sagði þó frá því í þættinum að hann ætti sér þann draum að spila á HM 2026.

„Ég veit hvað ég get sem leikmaður. Ég veit hversu góður ég get verið þegar hausinn er á réttum stað og þegar mér líður vel. Auðvitað er ég svekktur að vera meiddur en ég er spenntur að fara að spila," sagði Dele.

„Ég er búinn að setja það þannig upp að ég fæ áminningu í símann á hverju kvöldi. Það stendur í þeirri áminningu: 'HM 2026'. Það er markmiðið mitt núna."

Opnaði sig í viðtali
Dele var stórkostlegur leikmaður fyrir nokkrum árum síðan en vandræði utan vallar hafa truflað hann og hans þróun. Í fyrra opnaði hann sig svakalega í viðtali við Gary Neville, fyrrum leikmann Manchester United.

Hann sagðist hafa verið misnotaður þegar hann var sex ára og hafi verið farinn að selja eiturlyf þegar hann var átta ára. Æska hans var verulega erfið.

Á síðustu árum hefur hann verið á erfiðum stað andlega. Hann sagði í viðtalinu hafa gert ýmislegt til að bæla niður tilfinningar sínar, hafi leitað í áfengi og misnotað svefntöflur. Núna er hann hins vegar á betri stað og það væri ansi gaman að sjá hann ná markmiði sínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner