Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   þri 16. apríl 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Felipe Anderson til Palmeiras í sumar (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brasilíski kantmaðurinn Felipe Anderson verður samningslaus eftir tímabilið með Lazio í efstu deild ítalska boltans og ætlar ekki að gera nýjan samning við félagið.

Talið var að Anderson væri að ganga til liðs við Juventus á frjálsri sölu næsta sumar en nú er komið í ljós að hann er á leið aftur til heimalandsins, þar sem hann mun leika með stórveldinu Palmeiras.

Anderson átti 31 árs afmæli í gær, þegar félagsskiptin voru tilkynnt, og hefur ákveðið að skipta til Brasilíu af fjölskylduástæðum.

Anderson er uppalinn hjá Santos í heimalandinu og hefur ekki spilað í brasilíska boltanum síðan 2013.

Hjá Lazio spilaði hann 319 leiki og skoraði 58 mörk, auk þess að gefa 63 stoðsendingar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner