Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   sun 16. maí 2021 15:16
Victor Pálsson
Noregur: Viðar skoraði í tapi Valerenga - Brynjólfur í byrjunarliði
Mynd: Jørn H. Skjærpe/Dagsavisen
Viðar Örn Kjartansson komst á blað fyrir lið Valerenga í dag sem spilaði við Kristiansund í norsku úrvalsdeildinni.

Viðar skoraði eina mark Valerenga í 2-1 tapi en hann kom boltanum í netið á 93. mínútu í stöðunni 0-2 fyrir Kristiansund.

Brynjólfur Andersen Willumsson var í byrjunarliði Kristiansund en hann spilaði 69 mínútur í sigrinum.

Samúel Kári Friðjónsson lék á sama tíma með liði Viking sem tapaði 1-0 heima gegn Tromso.

Adam Örn Arnarson er á mála hjá Tromso en hann kom inná sem varamaður þegar átta mínútur voru eftir.

Emil Pálsson var þá ónotaður varamaður hjá Sarpsborg sem gerði markalaust jafntefli við Haugesund.
Athugasemdir
banner