Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 16. maí 2022 19:23
Brynjar Ingi Erluson
Ince verður áfram með Reading (Staðfest)
Enski stjórinn Paul Ince verður áfram með enska B-deildarliðið Reading á næstu leiktíð en þetta kemur fram í tilkynningu frá Reading í dag.

Ince hafði verið án starfs í átta ár áður en Reading fékk hann til að taka tímabundið við liðinu í febrúar á þessu ári.

Veljko Paunovic var rekinn frá félaginu og mætti Ince til að stýra liðinu út tímabilið.

Reading vann fimm leiki undir stjórn Ince og tókst liðinu að bjarga sér frá falli en nú er ákveðið að hann verður áfram á næsta tímabili og mun þá Michael Gilkes vera honum áfram til aðstoðar.
Athugasemdir