Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 16. júní 2021 20:50
Brynjar Óli Ágústsson
Brynjar Björn: Vorum undir í öllu saman
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Keflavík og HK fór fram á HS Orku völlinum. HK-ingar voru betra liðið í leiknum þangað til Keflavík skoraði fyrsta markið. HK tapaði leiknum 0-2 að lokum. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var svekktur yfir niðurstöðu leiksins.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 HK

„Eftir 90 mínútur vorum við undir í baráttunni og undir í leiknum í flestum þáttum. Í þessum aðstæðum í dag var það barátta um fyrsta og annan bolta, við vorum undir í því,'' segir Brynjar Björn.

„Við fáum mark á okkur úr aukaspyrnu sem fer af veggnum og lekur í markið. Aukaspyrna, ekki aukaspyrna, það er líka spurningarmerki. Svo í seinni hálfleik vorum við aldrei líklegir að jafna leikinn finnst mér. Á 90 mínútum þá finnst mér við ekki eiga neitt skilið.''

Brynjar var spurður út í heilsu Leif Andra Leifssonar, sem hefur lítið spilað í upphafi móts.

„Hann er búinn að vera meiddur aðeins í vetur. Hann fór í aðgerð fyrir einhverjum tíma síðan og er enn að jafna sig af því. Hann er búinn að missa mikið en það er ljóst að hann þarf að spila næsta leik,'' svarar Brynjar

Spurt var um hvort vindurinn í Keflavík hafði áhrif á leikinn.

„Þetta var ekki það mikill vindur. Við höfum alveg séð meira hérna þannig þetta hafði ekki mikil áhrif á leikinn. Þú þarft enn að spila boltanum á jörðinni og vindurinn hefur minnst áhrif á hann þar.''

„Það verður erfiður leikur á Stjörnuvellinum og verður barátta um stig. Við verðum klárir í það!''

Það er hægt að horfa á allt viðtalið fyrir ofan
Athugasemdir
banner