Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 16. júní 2021 20:50
Brynjar Óli Ágústsson
Brynjar Björn: Vorum undir í öllu saman
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Keflavík og HK fór fram á HS Orku völlinum. HK-ingar voru betra liðið í leiknum þangað til Keflavík skoraði fyrsta markið. HK tapaði leiknum 0-2 að lokum. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var svekktur yfir niðurstöðu leiksins.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 HK

„Eftir 90 mínútur vorum við undir í baráttunni og undir í leiknum í flestum þáttum. Í þessum aðstæðum í dag var það barátta um fyrsta og annan bolta, við vorum undir í því,'' segir Brynjar Björn.

„Við fáum mark á okkur úr aukaspyrnu sem fer af veggnum og lekur í markið. Aukaspyrna, ekki aukaspyrna, það er líka spurningarmerki. Svo í seinni hálfleik vorum við aldrei líklegir að jafna leikinn finnst mér. Á 90 mínútum þá finnst mér við ekki eiga neitt skilið.''

Brynjar var spurður út í heilsu Leif Andra Leifssonar, sem hefur lítið spilað í upphafi móts.

„Hann er búinn að vera meiddur aðeins í vetur. Hann fór í aðgerð fyrir einhverjum tíma síðan og er enn að jafna sig af því. Hann er búinn að missa mikið en það er ljóst að hann þarf að spila næsta leik,'' svarar Brynjar

Spurt var um hvort vindurinn í Keflavík hafði áhrif á leikinn.

„Þetta var ekki það mikill vindur. Við höfum alveg séð meira hérna þannig þetta hafði ekki mikil áhrif á leikinn. Þú þarft enn að spila boltanum á jörðinni og vindurinn hefur minnst áhrif á hann þar.''

„Það verður erfiður leikur á Stjörnuvellinum og verður barátta um stig. Við verðum klárir í það!''

Það er hægt að horfa á allt viðtalið fyrir ofan
Athugasemdir
banner