Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   mið 16. júní 2021 20:50
Brynjar Óli Ágústsson
Brynjar Björn: Vorum undir í öllu saman
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Keflavík og HK fór fram á HS Orku völlinum. HK-ingar voru betra liðið í leiknum þangað til Keflavík skoraði fyrsta markið. HK tapaði leiknum 0-2 að lokum. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var svekktur yfir niðurstöðu leiksins.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 HK

„Eftir 90 mínútur vorum við undir í baráttunni og undir í leiknum í flestum þáttum. Í þessum aðstæðum í dag var það barátta um fyrsta og annan bolta, við vorum undir í því,'' segir Brynjar Björn.

„Við fáum mark á okkur úr aukaspyrnu sem fer af veggnum og lekur í markið. Aukaspyrna, ekki aukaspyrna, það er líka spurningarmerki. Svo í seinni hálfleik vorum við aldrei líklegir að jafna leikinn finnst mér. Á 90 mínútum þá finnst mér við ekki eiga neitt skilið.''

Brynjar var spurður út í heilsu Leif Andra Leifssonar, sem hefur lítið spilað í upphafi móts.

„Hann er búinn að vera meiddur aðeins í vetur. Hann fór í aðgerð fyrir einhverjum tíma síðan og er enn að jafna sig af því. Hann er búinn að missa mikið en það er ljóst að hann þarf að spila næsta leik,'' svarar Brynjar

Spurt var um hvort vindurinn í Keflavík hafði áhrif á leikinn.

„Þetta var ekki það mikill vindur. Við höfum alveg séð meira hérna þannig þetta hafði ekki mikil áhrif á leikinn. Þú þarft enn að spila boltanum á jörðinni og vindurinn hefur minnst áhrif á hann þar.''

„Það verður erfiður leikur á Stjörnuvellinum og verður barátta um stig. Við verðum klárir í það!''

Það er hægt að horfa á allt viðtalið fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner