Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 16. júlí 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Rúrik keppti við stráka í Vatnaskógi
Mynd: Getty Images
Rúrik Gíslason mætti óvænt í heimsókn á veisludegi í sumarbúðum í Vatnaskógi í gær.

Þar spilaði hann með liði foringja í Vatnaskógi á móti drengjum sem eru þar í sumarbúðum.

„Foringjaliðið fékk góða aðstoð frá landsliðsmanninum Rúrik Gíslasyni sem skoraði hvert markið á fætur öðru í æsispennandi leik í grenjandi rigningu. Niðurstaðan var þó 4-6 sigur hjá Stjörnu- og Draumaliði drengja," segir á Facebook síðu Vatnaskógs.

„Frábær dagur að baki og þakka Skógarmenn KFUM Rúrik kærlega fyrir að taka þátt í að búa til ógleymanlegar minningar fyrir 100 drengi!"

Rúrik er án félags þessa dagana en hann komst að samkomulagi um starfslok hjá Sandhausen í Þýskalandi á dögunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner