Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. júlí 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sverrir og Jón Guðni á bekknum - Árni ekki í hóp
Sverrir var á bekknum í gær.
Sverrir var á bekknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úkraína
Shakhtar Donetsk 2-0 Kolos Kovalivka

Árni Vilhjálmsson var ekki í leikmannahópi Kolos í gærkvöldi þegar liðið tapaði sínum þriðja leik í röð í úkraínsku deildinni. Liðið mætti stórliði Shakhtar í gær og töpuðu 2-0. Kolos er í neðsta sæti, því sjötta, í efri hluta deildarinnar og gefur það liðinu umspils möguleika á Evrópudeildarsæti. Lokaleikur Kolos í deildinni er gegn Dynamo Kiev um helgina.

Rússland
Krylya Sovetov 0 - 0 Krasnodar

Jón Guðni Fjóluson var ónotaður varamaður hjá Krasnodar í gærkvöldi þegar liðið gerði 0-0 jafntefli gegn Krylya Sovetov á útivelli.

Krasnodar er í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá 2. sætinu. Jón Guðni lék síðast í mars þegar hann kom inn á undir blálokin.

Grikkland
AEK 0-0 PAOK

AEK og PAOK gerðu markalaust jafntefli í gærkvöldi. Sverrir Ingi Ingason var ónotaður varamaður hjá PAOK í gær og er það einungis í annað sinn eftir áramót sem Sverrir kemur ekki við sögu. Hann var ekki í hópnum þann 7. júní.

PAOK er í öðru sæti grísku deildarinnar, þremur stigum á undan AEK en langt á eftir meisturum Olympiakos. Lokaleikur PAOK er gegn Aris á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner