Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. ágúst 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola og Tebas andstæðir Ofurdeild
Mynd: Getty Images
Í knattspyrnuheiminum hefur verið rætt um að setja á laggirnar evrópsku 'Ofurdeildina' en það virðist ekkert meira en fjarlægur draumur um þessar mundir.

Í þessari Ofurdeild myndu bestu lið Evrópu mætast í hverri viku í æsispennandi deildarkeppni. Margir telja að þetta myndi þó hafa neikvæð áhrif á knattspyrnuþróun í helstu löndum Evrópu. Javier Tebas, forseti spænska knattspyrnusambandsins, og Josep Guardiola eru á þeirri skoðun.

„Ég er ekki mjög sammála þessari hugmynd. Ef þetta verður að raunveruleika mun spænska deildin til dæmis deyja. Hver er að fara að horfa á spænsku deildina ef til dæmis Espanyol mætir ekki Barcelona eða Real Madrid? Englendingar eru sniðugari, hér eru vellirnir fullir alla leið niður í fjórðu deild. Enski boltinn mun aldrei deyja, hvort sem þessi deild verður sett upp eða ekki," sagði Guardiola.

Tebas tók í svipaða strengi í viðtali við The Times.

„Þessi hugmynd gæti rústað öllum helstu deildum Evrópu og myndi minnka tekjur annarra liða til muna. Öll félög, knattspyrnusambönd, knattspyrnumenn, stuðningsmenn, sérfræðingar og allir aðrir ættu að standa upp til að mótmæla þessum hugmyndum. Þetta mun eyðileggja fótboltann.

„UEFA hefur verið að skoða þetta alvarlega og lagði fram hugmynd um að hrinda þessu í framkvæmd árið 2024. Það má ekki gerast."

Athugasemdir
banner
banner